Afþreying

Við skipuleggjum hvers kyns afþreyingu fyrir þinn hóp. Hvort sem það er vinahópur, vinnustaður, gæsa-/steggjahópur, fjölskylda. Enginn hópur er okkur óviðkomandi.  

 

vinir

 

Gæsanir og steggjanir

Láttu okkur sjá um skipulagninguna. Vill hópurinn ferðast í rútu eða kannski á hjólum? Við reddum öllu sem vantar.

Hafðu samband með þínar hugmyndir og við setjum saman skemmtilega dagskrá eftir ykkar óskum.

skíðaferðir, gæsanir, steggjanir, slökun, gönguferðir, vinirnir

 

Ættarmót

Allir niðjar langömmu sameinaðir! Úti í guðsgrænni náttúrunni eða í vistlegum

salarkynnum, með leikjum, söngvum, ræðum og kaffibrauði. Hvað tíðkast í ykkar ætt?

Við höldum í heiðri því sem tíðkast hjá ykkur svo ættarmótið verði ógleymanlegt.

 

ættarmót, sveitaferðir, afmæli, safnaraferðir, fjórhjól

 

Rútur

Það er ekki að ástæðulausu að til eru sérstakir rútubílasöngvar – það er svo gaman í rútuferðum að maður

getur ekki annað en brostið í söng. Sérstaklega ef rúturnar eru þægilegar og passlega stórar. Pantaðu rútu

fyrir hvaða tilefni sem er og við útvegum hana ásamt ökumanni. 

minibus-benz-sprinter-SYL82-3798

Skíðaferðir

Langar þig á skíði eða snjóbretti? Við bjóðum upp á frábærar skíðaferðir fyrir byrjendur sem lengra komna.

Akureyri, Dalvík, Húsavík, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Siglufjörður … við förum hvert á land sem er.

snjobretti

 

Sport

Kayak, river rafting, ribsafari…