Gönguferðir

Gönguferðir

 

Við höfum á okkar snærum leiðsögumenn sem þekkja land sitt eins og eigið handarbak og geta

leitt þig á þekkta staði og óþekkta að vild. Þeir kunna að stjórna stemmningu og upplifun með
öryggi þitt að leiðarljósi. Við höfum aðgang að fjölbreyttum bílaflota sem skilar ferðalöngum með
öruggum hætti á leiðarenda hvert sem er og reynsluboltum í ferðaskipulagi sem sníða hverja
áætlun að þörfum kaupandans.

 

Laugavegur_hike-29-dv

Viltu standa á heitum tindi eldfjalls þar sem orkan kraumar enn þverhandarbreidd undir yfirborðinu?
Viltu vaða í mitti í myrkum gljúfrum og stefna á ljósið við enda ganganna?
Viltu upplifa útilegustemmningu fyrri tíðar í birkilundum Þórsmerkur og syngja um Maríu meða
laufið döggvast og rökkrið sígur á?
Viltu ganga inn gjána undir lóðréttum mosaveggjum á vit fossins í myrka hellinum þar sem
kletturinn lokast?
Viltu ganga á jökla og háfjöll með vinum þínum eða göngufélögum og láta drauma þína rætast á
tindinum?
Viltu ganga um skriðjökul þar sem vatnið dunar og fossar undir fótum þér, horfa djúpt í bláan ísinn
og hlusta á bergmálið óma í dimmum sprungum?
Viltu aka um endalausar snæbreiður og liggja í heitum laugum í svörtu myrkri þegar norðurljósin
dansa um himinhvolfið?
Viltu ganga um eyðibyggðir á ystu skögum landsins, leyfa sögu þeirra að koma til þín og fínna
þínar eigin rætur djúpt í moldinni?

Allt þetta þekkjum við og kunnum og getum klæðskerasaumað þitt ferðalag svo það henti þér
nákvæmlega. Stórfjölskyldur, vinahópar, árgangar, saumaklúbbar, gönguhópar, skokkhópar,
unglingar, öldungar og náttúrbörn á öllum aldri.

Við viljum koma með ykkur í ferðalag.


 

skíðaferðir, gæsanir, steggjanir, slökun, gönguferðir, vinirnir

Stuttar, langar, erfiðar, auðveldar – en allar skemmtilegar. Gönguleiðsögumennirnir okkar eru sérfræðingar í að

skipuleggja hvers kyns ferðir. Fimmvörðuháls, Dómadalsleið, Blikadalshringur, Reykjanes eða bara

miðbæjarrölt í Reykjavík, allt eftir áhuga og getu hópsins. Við bjóðum líka upp á lengri gönguferðir með

trússi og skála – eða tjaldgistingu. Hvert langar þig að fara?