Tilbúnir pakkar

Hér má sjá tilbúna pakka sem ánægðir viðskiptavinir hafa farið í.

 

Vestmannaeyjar

Upplifðu Vestmannaeyjar og allt sem þar er boðið upp á. Einn möguleiki:  Morgunferð með Herjólfi. Farið í ribsafari – útsýnissiglingu um eyjarnar,  litið við í Eldheimum þar sem farið er yfir sögu Vestmannaeyjagossins en hönnun safnsins hlaut Hönnunarverðlaun Íslands.  Dagurinn síðan kórónaður með því að borða á Tanganum sem er frábær veitingastaður þar í bæ.

vestmannaeyjar

Sjávarferðin

Farðu með félögunum í kayak á Stokkseyri. Eftir það er hægt að þvo af sér seltuna í sundlauginni á

svæðinu. Hungrið er svo seðjað með humarveislu við Fjöruborðið. Eftir það er keyrt í bæinn og endað

með gómsætu bjórsmakki á Bryggjunni en þar er bjórinn bruggaður á staðnum.

kayak+

Skíðaferð á Dalvík

Farið til Dalvíkur þar sem skíðað er við kjöraðstæður í Böggvisstaðafjalli. Boðið er

upp á kennslu og leigu alls búnaðar. Í kjölfarið er bruggsmiðja Kalda heimsótt, þar sem við fræðumst um

framleiðsluna ásamt því að smakka veigarnar.

 

skíðaferðir, gæsanir, steggjanir, slökun, gönguferðir, vinirnir