Skólaferðir

Hvað er  meira spennandi en að fara í ferðalag með bekknum? Hvort sem það eru dagsferðir upp í

Bláfjöll eða lengri ferðalög út á land. Grunnskóli, framhaldsskóli eða háskóli, það skiptir ekki máli. Við

aðstoðum við allt sem þarf, frá skipulagningu að framkvæmd.

skoli

Útskriftaferðir

Undanfarin ár hefur færst í aukana að lokum grunnskólagöngu sé fagnað með útskriftarferð.

Við höfum víðtæka reynslu af skipulagningu slíkra ferða þar sem við leitumst við að gera ferðina ógleymanlega

án þess að kostnaður fari úr böndum. Við getum farið hvert á land sem er og gert næstum hvað sem er,

allt eftir því hvar áhuginn liggur. Flúðasigling, jökulganga, klifur, hellaferð, fjallganga, hestaferð, þrautabraut,

bátsferð – við setjum saman pakkann sem passar nákvæmlega ykkar óskum.

skoli4

Námsferðir

Viltu fara með bekkinn þinn í vettvangsferð?
Jarðfræðitúr, hellaheimsókn … líffræði, náttúrufræði, sagnfræði, bókmenntir …
Hvað eruð þið að læra? Við hönnum ferðirnar eftir námsefninu.

skoli2

Sveitaferðir

Langar ykkur upp í sveit? Skoða dýrin, kynnast störfum bænda eða jafnvel fá mat beint frá býli? Við bjóðum upp á

skemmtilegar sveitaferðir fyrir alla aldurshópa. Grunnskóli, framhaldsskóli eða háskóli, það skiptir ekki máli,

við sníðum ferðina að ykkar þörfum.

skoli3