Vinnustaðurinn


Meðalmanneskjan eyðir um 10 árum ævinnar í vinnu eða 40 tímum á viku. Það gefur því auga leið að
ánægja

í vinnu er gríðarlega mikilvægur þáttur í lífi allra. Á sama tíma hefur vinnustaðamenning einnig áhrif

á árangur og frammistöðu fyrirtækja. Ein leið til að hrista hópinn saman og bæta vinnustaðamenninguna,

er að gera eitthvað allt annað en að vinna. Láttu okkur sjá um þann þátt, við sníðum ferðir og skemmtun eftir

ykkar þörfum.

vinnustaðurinn

Hvataferðir

Þarf að hrista hópinn saman? Rannsóknir sýna að vinnustaðamenning skipti sköpum varðandi velgengni

fyrirtækja. Við getum aðstoðað þig við að setja saman ferð sem hentar þínum hópi vel. Bogfimi, hestaferðir,

fjórhólaferðir, flúðasigling eða bara einfaldir leikir til að laða fram hópanda á heimsmælikvarða.  Það gerir

öllum hópnum gott að fara úr hefðbundnu vinnuumhverfi – þótt ekki sé nema part úr degi.   

hvataferdir

Árshátíðir

Er árshátíð fyrirtækisins framundan? Þá þarf að huga að ótal hlutum svo að allt gangi upp: Matur og drykkur,

staðsetning, tónlist, skreytingar, skemmtun … Hvort sem þið viljið láta okkur sjá um allt eða losna við hluta af umstanginu

þá kemur víðtæk reynsla okkar í skipulagningu árshátíða að góðum notum. Við getum séð um allt frá a-ö eða lagað

undirbúninginn að ykkar þörfum, allt eftir óskum og hvað hentar best.

arshatid

Óvissuferðir

Við skipuleggjum óvissuferðir fyrir hópa. Hvort sem það er vinnustaðurinn eða vinahópurinn þá er tilvalið að fá

okkur í málið. Við hönnum ferðina frá a – ö og engan grunar neitt.

ovissuferd

Skíðaferðir

Langar hópinn á skíði eða snjóbretti? Við bjóðum upp á frábærar skíðaferðir fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Akureyri, Dalvík, Húsavík, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Siglufjörður… við förum hvert á land sem er. Gott dæmi er skemmti-

ferð til Dalvíkur þar sem skíðað er við kjöraðstæður í Böggvisstaðafjalli. Boðið er upp á kennslu og leigu á öllum 

búnaði. Þá er upplagt að heimsækja bruggsmiðju Kalda í næsta nágrenni, fræðast um framleiðsluna og auðvitað að

smakka veigarnar.

skidaferð